Maturinn

Við bjóðum upp á afslappað andrúmsloft í hjarta miðborgarinnar. Höfuðáhersla er á einfaldleika og fágun og lykilatriði við eldamennskuna er notkunin á árstíðabundnu hráefni. Fjölbreytt úrval smárétta og aðalrétta, til að mynda sjávarréttir, kjöt, hamborgarar og salöt ásamt samlokum og fleiru.

Yfirmatreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson er einn af færustu matreiðslumönnum Íslands en hann hefur unnið til ýmissa alþjóðlegra verðlauna. Má þar nefna bæði bronsverðlaun í French Bocuse d’Or og brons í keppninni Matreiðslumaður Skandinavíu. Hákon hefur ásamt því starfað á Michelin stöðum víðsvegar um heiminn og er því uppfullur af visku.

Fersk hráefni

Við vitum að ferskleikinn skiptir öllu máli.

Kitchen & wine restaurant

Loungið

Komdu og njóttu í lounginu hjá okkur – bar og setustofa sem býður upp á afslappað og notalegt andrúmsloft, góða þjónustu og lifandi tónlist. Við erum með gott úrval og leggjum metnað í bæði framandi og sígilda kokteila sem við bjóðum upp á. Hjá okkur er Happy Hour daglega milli 16 og 19:00 og því tilvalið að kíkja við eftir vinnu. Lifandi tónlist flestar helgar og skemmtilegt umhverfi í lounginu okkar. Komdu til okkar og lifðu í kræsingum!

Fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað ennþá meira og fá næði bjóðum við einnig upp á leigu á Redroom salnum okkar á neðri hæðinni. Þar geta hópar sem vilja vera í næði notið matarins og þjónustu okkar auk þess að hægt er að leigja salinn fyrir einkasamkvæmi.